top of page
pexels-photo-703012.jpeg

Hreinn árangur*

*Enginn afsláttur - engar aukaverkanir

Home: Welcome

Hreinn árangur

Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum.

Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.

 

Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna. 

Weights
Home: About
energy-exercise-gym-1552242.jpg
Llifting Weights
Running Shoes

Notkun er algengari en margir halda

Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins.
 

Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin.
 

Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit.
 

Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.

Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál

Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð.
 

Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.

Þekktar aukaverkanir

Líkamlegar aukaverkarnir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu.

Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.

 

Smelltu hér að neðan til að vita meira um aukaverkanir stera

Home: Programs
endurance-exercise-female-40751.jpg

Lög um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum voru samþykkt á Alþingi í júní 2018. Markmið laga þessara er að koma í veg fyrir notkun tiltekinna efna og lyfja á Íslandi í þeim tilgangi að bæta líkamlega frammistöðu svo að meðferð og notkun þeirra skaði ekki heilsu fólks.

pexels-photo-1552252.jpeg

Í mörgum þjóðfélögum eru líkamsræktarstövarnar einn helsti dreifingar- og sölustaður ólöglegra frammistöðubætandi efna. Líkamsræktarstöðvarnar bera því mikla samfélagslega ábyrgð á að draga skýr mörk og sporna við þróuninni.

pexels-photo-1851821.jpeg

Nokkrar líkamsræktarstöðvar á Íslandi hafa tekið höndum saman og sameinast um sterka afstöðu gegn notkun og dreifingu ólöglegra frammistöðubætandi efna innan sinna raða. Stöðvarnar fordæma notkun þessara efna og lýsa því yfir að slík notkun verði ekki liðin innan þeirra húsakynna.

Hrein líkamsrækt

Heilbrigðar æfingar stuðla að hreinum og heilbrigðum árangri

Home: Testimonials

Viltu taka þátt í Hreinum árangri?

Íþróttafélög og heilsu- og líkamsræktarstöðvar geta haft samband í gegnum lyfjaeftirlit@lyfjaeftirlit.is
Stretching Exercises
Home: Contact
bottom of page