top of page
Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð.
Hormónakerfi líkamans er stjórnað af svokölluðu “eftir þörfum” endurgjafarkerfi (feedback system). Notkun efna sem hafa áhrif á þetta kerfi getur haft alvarlegar aukaverkanir.
Fólki sem finnur fyrir einkennum aukaverkana, telur sig eiga hættu á því eða vill almennt leita sér aðstoðar vegna steranotkunar er ráðlagt að leita til heimilislæknis og þar sem er hægt að biðja um tilvísun til innkirtlalæknis ef þörf er á.
Athugið að þar er fyllsta trúnaðar gætt á allan hátt.
bottom of page